• Work
  • About

Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri/theatre director

  • Work
  • About

DÚKKUHEIMILI, ANNAR HLUTI

Eftir Lucas Hnath

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september 2018.

—

Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra. Þessi hápunktur verksins – þegar Nóra skellir aftur hurðinni á það líf sem hún hefur fram að því lifað – þeytti evrópsku leikhúsi og samfélagsumræðu inn í nútímann. Í Dúkkuheimili, 2. hluta, hefur þó nokkur tími liðið frá brottför Nóru. Núna er bankað á þessar sömu dyr - Nóra er snúin aftur. Hvers vegna? Hvaða áhrif mun það hafa á þau sem hún skildi eftir? Hverjar verða afleiðingarnar? Hvar hefur hún verið?

Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin eins og í Dúkkuheimili Ibsens sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu.

—

Höfundur: Lucas Hnath

Þýðing: Salka Guðmundsdóttir

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist: Una Sveinbjarnardóttir

Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Hljóð: Garðar Borgþórsson

Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir

—

Tilnefningar:

Unnur Ösp Stefánsdóttir var tilnefnd sem leikkona ársins 2019 fyrir leik sinn og Sveinbjörg Þórhallsdóttir var tilnefnd fyrir dans og sviðshreyfingar ársins 2019.

—

Gagnrýni:

Hlín Agnarsdóttir, Menningin á RÚV: Frumlegt og vitsmunalegt framhald

Silja Aðalsteinsdóttir: Dúkkuheimili annar hluti

Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás: Nóra snýr aftur

--

Trailer

20180913-_DSC6262.jpg
20180913-_DSC1708.jpg
20180913-_DSC1759.jpg
20180913-_DSC1830.jpg
20180913-_DSC6699.jpg
20180913-_DSC5196.jpg
20180913-_DSC5419.jpg
20180913-_DSC5565.jpg
20180913-_DSC5590.jpg
20180913-_DSC5621.jpg
20180913-_DSC6250.jpg

Powered by Squarespace.